Forsteyptar einingar voru framleiddar í verksmiðju MVA en unnið er að undirslætti fyrir staðsteypta loftaplötu og fleira.
Byggingin er 165,4m² og samanber vinningstillöguna rís þjónustubyggingin úr jörðu sem mótsvar við hvilftinni sem Hengifoss myndar í fjallshlíðinni.
Í inngangi í afgreiðslu- og sýningarsvæði er staðsett ljósrák sem gerð er úr gleri og sem endurspeglar fossinn. Táknræn ljósrákin gegnir tvöföldu hlutverki, lýsir upp umhverfið innan sem utan, og auðveldar fólki einnig að finna leiðina til baka.

Áætluð verklok uppsteypu er 20-júlí 2023.

Aðrir verkþættir er í umsjá Austurbygg verktaka.