Um MVA

Fjórir eigendur standa að baki MVA ehf. Það eru þeir Hrafnkell Elísson, Jón Arnórsson, Stefán Þór Vignisson og Tómas Bragi Friðjónsson.

MVA ehf. hefur starfað frá árinu 2014 en þá sameinuðu nokkrir aðilar úr verktakageiranum krafta sína og stofnuðu eitt fyrirtæki. Jón hafði starfað sjálfstætt um árabil  en þeir Tómas og Hrafnkell átt fyrirtækið HT hús frá 2008 og voru einkum í nýsmíði á timbureiningahúsum og almennri viðhaldsvinnu. Stefán stofnaði MVA ehf. árið 2012, sem í fyrstu sérhæfði sig í múrverktöku en ári síðar óx fyrirtækinu fiskur um hrygg þegar bættust við steypumót og byggingakrani. Árið 2014 sameinuðust svo MVA, HT hús og Jón Arnórsson.

Frá stofnun hefur MVA eflst og stækkað jafnt og þétt. Undanfarið hafa um þrjátíu starfsmenn unnið hjá fyrirtækinu á ársgrundvelli.

 Í desember árið 2020 festi MVA kaup á einingaverksmiðju sem staðsett er í Fellabæ á Fljótsdalshéraði  og tók formlega við rekstri hennar 1. mars 2021. Það er sérstakt ánægjuefni að starfsmennirnir sem unnu  áður í einingaverksmiðjunni komu til starfa hjá MVA og   bera áfram  þekkingu og reynslu. Við þetta fjölgaði starfsmönnum MVA og urðu þeir hátt í fjörutíu á árinu 2021. En MVA ehf hefur að skipa öflugum starfsmönnum, stjórnendum og tækjabúnaði. Við kaupin sköpuðust ný og spennandi tækifæri á byggingamarkaðinum.

Jón Grétar Traustason er rekstrarstjóri einingaverksmiðju og tekur á móti fyrirspurnum og beiðnum á netfangið jongt@mva.is og í síma 843 8811.

Tómas Bragi Friðjónsson er yfirmaður framkvæmda og tekur á móti fyrirspurnum og beiðnum um önnur verk á netfangið tomas@mva.is og í síma 860 3535.

Framleiðslustjóri einingaverksmiðju er Magnús Ástráðsson. 

MVA er einnig á útboðsmarkaði og starfar víða um Austurland að fjölbreyttum verkefnum. Verkefnastjórar og verkstjórar sem stýra þeim verkum  eru Jón Arnórsson, Hrafnkell Elísson, Arnór Steinar Einarsson, Magnús Sigurðsson, Óskar Fannar Guðmundsson, Björn Sigtryggsson, Guðmundur Heiðar Eyþórsson og Róbert Sigurbjörnsson

Skrifstofa MVA ehf er í Kaupvangi 3a efri hæð, þar hafa aðsetur framkvæmdastjóri félagsins,  Stefán Vignisson, stefan@mva.is, sími  896 0340,  Sesselja Ásta Eysteinsdóttir skrifstofustjóri/stjórnarformaður, sesselja@mva.is, sími 898 1266 og Magnús Baldur Kristjánsson aðstoðar framkvæmdastjóri , baldur@mva.is, sími 888 0910

Hægt er að senda fyrirspurnir á mva@mva.is.

 

Hlutverk

Að koma að uppbyggingu á Austurlandi og víðar.

Að þjónusta bæði einstaklinga og fyrirtæki.

Að vera atvinnuskapandi fyrir svæðið.

Stefna

Að vera leiðandi á byggingamarkaði og mæta þörfum markaðarins fyrir framkvæmdir af ýmsum toga.

Veita góða og leiðbeinandi þjónustu og standast tímaáætlanir.

Að vinna að endurvinslu og umhverfisvernd.

Vera með gott skipulag og gott starfsfólk sem býr yfir þekkingu og reynslu á þessum sviðum. Hlúa vel að starfsfólki bæði með aðstöðu og búnaði.

Framtíðarsýn

Að vaxa í takt við eftirspurn á markaði.

Að MVA ehf verði í fremstu röð að tileinka sér nýjungar bæði í byggingariðnaðinum og í umhverfismálum.

Að þróa nýjungar í steypu og einingum.