Starfsemin

MVA ehf. var stofnað árið 2014 en þá sameinuðu krafta sína nokkrir aðilar úr verktakageiranum og stofnuðu eitt fyrirtæki.

Í dag eru eigendur félagsins þrír; þeir Jón Arnórsson, Stefán Þór Vignisson og Tómas Bragi Friðjónsson.

Frá stofnun hefur MVA eflst og stækkað jafn og þétt. Í desember 2020 festi MVA kaup á einingaverksmiðju sem staðsett er  fyrir utan Fellabæ og tók formlega við rekstri hennar 1. mars 2021. Við það fjölgaði starfsmönnum og starfsemin varð fjölbreyttari.

MVA hefur að skipa öflugum starfsmönnum, stjórnendum, og tækjabúnað

MVA framleiðir bæði timbur- og steypueiningar, árekstrarvarnir og stoðveggi ásamt ruslatunnuskýlum. Fyrirtækið er á útboðsmarkaði og starfar víða, þó aðallega á Austurlandi, að fjölbreyttum verkefnum svo sem brúa- og bryggjusmíði, uppsteypu, byggir sumarhús og önnur íbúðar- og/eða atvinnuhúsnæði. Verkefnastjórar og verkstjórar stýra þeim verkefnum. Verkefnastjórar eru  Stefán Þór Vignisson  og Jón Arnórsson. Verkstjórar MVA eru Arnór Steinar Einarsson, Magnús Sigurðsson, Björn Sigtryggsson, Guðmundur Heiðar Eyþórsson og Róbert Sigurbjörnsson.

Tómas Bragi Friðjónsson er, sem yfirmaður framkvæmda, yfir þeim verkefnum sem útideild MVA sinnir.

Í einingaverksmiðjunni er Jón Grétar Traustason rekstrarstjóri og Magnús Ástráðsson framleiðslustjóri.

Öll starfsmannaaðstaða er í einingaverksmiðjunni en skrifstofan félagsins  er staðsett í Kaupvangi 3a á efri hæð. Þar hafa aðsetur framkvæmdastjóri félagsins, Magnús Baldur Kristjánsson, Sesselja Ásta Eysteinsdóttir fjármálastjóri og Brynjar Gauti Snorrason, sérfræðingur rekstrarsviðs.