Við bjóðum velkominn til starfa Magnús Baldur Kristjánsson en hann hefur verið ráðinn aðstoðar framkvæmdastjóri frá og með 1. janúar 2022.

Baldur er byggingarverkfræðingur að mennt og hafði áður umsjón með verklegum framkvæmdum hjá Fluor Iceland, fyrir Fjarðaál og þar á undan við hönnun, ráðgjöf og eftirlit hjá Verkís auk þess að sinn ráðgjöf á sviðum byggingarmála og koma að ýmissi byggingartengdri hönnun og byggingarstjórn.

Að loknu stúdentsprófi frá Menntaskólanum á Egilsstöðum lá leiðin í Iðnskólann í Reykjavíkur (Tækniskólinn) og síðar í byggingariðnfræði í Tækniskóla Íslands (HR). Á árunum 1999-2007 var Baldur í námi á stór Kaupmannahafnarsvæðinu í byggingarfræði (2001), tæknifræði (2005) og loks masternámi í byggingarverkfræði þar sem hann útskrifaðist frá Danska Tækniháskólanum (DTU) 2007.

Baldur er með meistaragráðu í byggingarverkfræði frá DTU, hlaut löggildingu hönnuðar 2010 og starfsleyfi byggingarstjóra 2014. Auk þess er Baldur húsasmíðameistari síðan 2001.

Baldur hefur aukinheldur sinnt ýmsum félagsstörfum og er kvæntur Guðrúni Valdísi Ísaksdóttur og eiga þau tvö börn (2001 og 2003).