Framtíðarsýn
Að vaxa í takt við eftirspurn á markaði.
Að MVA ehf verði í fremstu röð að tileinka sér nýjungar bæði í byggingariðnaðinum og í umhverfismálum.
Að þróa nýjungar í steypu og einingum.
Jafnlaunastefna
MVA einsetur sér að gæta jafnræðis við launaákvarðanir, þannig að kynjum sé ekki mismunað og laun ákvörðuð á sama hátt fyrir allt starfsfólk MVA.
Öll kyn skulu fá jöfn laun fyrir sömu eða jafnverðmæt störf þannig að kynbundinn launamunur sé ekki til staðar eða myndist hjá fyrirtækinu.
MVA mun gæta þess að uppfylla kröfur laga nr 150/2020 um jafna stöðu og jafnan rétt kvenna og karla.
Öllum starfsmönnum sé tryggð sömu tækifæri til starfsþróunar og endurmenntunar og að öll kyn eigi jafna möguleika í starfi hjá fyrirtækinu óháð kyni, aldri, uppruna eða öðrum óviðeigandi þáttum.
Jafnlaunastefna er á ábyrgð framkvæmda- og fjármálastjóra MVA.
Stjórnendur MVA skulu a.m.k árlega rýna jafnlaunakerfið og árangur þess og með tilliti til niðurstaða úr launagreiningu setja fram jafnlaunamarkmið til að vinna eftir.
MVA er með jafnlaunastaðfestingu frá Jafnréttisstofu.
Hlutverk
Að koma að uppbyggingu á Austurlandi og víðar.
Að þjónusta bæði einstaklinga og fyrirtæki.
Að vera atvinnuskapandi fyrir svæðið.
Stefna
Að vera leiðandi á byggingamarkaði og mæta þörfum markaðarins fyrir framkvæmdir af ýmsum toga.
Veita góða og leiðbeinandi þjónustu og standast tímaáætlanir.
Að vinna að endurvinslu og umhverfisvernd.
Vera með gott skipulag og gott starfsfólk sem býr yfir þekkingu og reynslu á þessum sviðum. Hlúa vel að starfsfólki bæði með aðstöðu og búnaði.