Um MVA
MVA ehf. var stofnað árið 2014 en þá sameinuðu krafta sína nokkrir aðilar úr verktakageiranum og stofnuðu eitt fyrirtæki.
Í dag eru eigendur félagsins þrír; þeir Jón Arnórsson, Stefán Þór Vignisson og Tómas Bragi Friðjónsson.
Frá stofnun hefur MVA eflst og stækkað jafn og þétt. Í desember 2020 festi MVA kaup á einingaverksmiðju sem staðsett er fyrir utan Fellabæ og tók formlega við rekstri hennar 1. mars 2021. Við það fjölgaði starfsmönnum og starfsemin varð fjölbreyttari.
MVA hefur að skipa öflugum starfsmönnum, stjórnendum, og tækjabúnað
MVA framleiðir bæði timbur- og steypueiningar, árekstrarvarnir og stoðveggi ásamt ruslatunnuskýlum. Fyrirtækið er á útboðsmarkaði og starfar víða, þó aðallega á Austurlandi, að fjölbreyttum verkefnum svo sem brúa- og bryggjusmíði, uppsteypu, byggir sumarhús og önnur íbúðar- og/eða atvinnuhúsnæði. Verkefnastjórar og verkstjórar stýra þeim verkefnum. Verkefnastjórar eru Stefán Þór Vignisson og Jón Arnórsson. Verkstjórar MVA eru Arnór Steinar Einarsson, Magnús Sigurðsson, Björn Sigtryggsson, Guðmundur Heiðar Eyþórsson og Róbert Sigurbjörnsson.
Tómas Bragi Friðjónsson er, sem yfirmaður framkvæmda, yfir þeim verkefnum sem útideild MVA sinnir.
Í einingaverksmiðjunni er Jón Grétar Traustason rekstrarstjóri og Magnús Ástráðsson framleiðslustjóri.
Öll starfsmannaaðstaða er í einingaverksmiðjunni en skrifstofan félagsins er staðsett í Kaupvangi 3a á efri hæð. Þar hafa aðsetur framkvæmdastjóri félagsins, Magnús Baldur Kristjánsson, Sesselja Ásta Eysteinsdóttir fjármálastjóri og Brynjar Gauti Snorrason, sérfræðingur rekstrarsviðs.
Hlutverk
Að koma að uppbyggingu á Austurlandi og víðar.
Að þjónusta bæði einstaklinga og fyrirtæki.
Að vera atvinnuskapandi fyrir svæðið.
Stefna
Að vera leiðandi á byggingamarkaði og mæta þörfum markaðarins fyrir framkvæmdir af ýmsum toga.
Veita góða og leiðbeinandi þjónustu og standast tímaáætlanir.
Að vinna að endurvinslu og umhverfisvernd.
Vera með gott skipulag og gott starfsfólk sem býr yfir þekkingu og reynslu á þessum sviðum. Hlúa vel að starfsfólki bæði með aðstöðu og búnaði.
Framtíðarsýn
Að vaxa í takt við eftirspurn á markaði.
Að MVA ehf verði í fremstu röð að tileinka sér nýjungar bæði í byggingariðnaðinum og í umhverfismálum.
Að þróa nýjungar í steypu og einingum.
Jafnlaunastefna
MVA einsetur sér að gæta jafnræðis við launaákvarðanir, þannig að kynjum sé ekki mismunað og laun ákvörðuð á sama hátt fyrir allt starfsfólk MVA.
Öll kyn skulu fá jöfn laun fyrir sömu eða jafnverðmæt störf þannig að kynbundinn launamunur sé ekki til staðar eða myndist hjá fyrirtækinu.
MVA mun gæta þess að uppfylla kröfur laga nr 150/2020 um jafna stöðu og jafnan rétt kvenna og karla.
Öllum starfsmönnum sé tryggð sömu tækifæri til starfsþróunar og endurmenntunar og að öll kyn eigi jafna möguleika í starfi hjá fyrirtækinu óháð kyni, aldri, uppruna eða öðrum óviðeigandi þáttum.
Jafnlaunastefna er á ábyrgð framkvæmda- og fjármálastjóra MVA.
Stjórnendur MVA skulu a.m.k árlega rýna jafnlaunakerfið og árangur þess og með tilliti til niðurstaða úr launagreiningu setja fram jafnlaunamarkmið til að vinna eftir.